Beattie
Portronix
Stórmerkileg vél að því leiti að enginn annar hefur framleitt svo sérhæfða vél í jafn miklu magni. Hún tekur 70mm filmu og formatið er 6X7. Þessar vélar voru meðal annars notaðar í: Skólamyndatökur, lögreglan notaði þær í sakamannamyndatökur, einnig voru þær notaðar til að taka myndir af öllum sem komu inn á ákveðna staði, til dæmis notaði Pentagon mikið af þeim, og einnig nýttust þær þar sem var hætta á iðnaðarnjósnum. Vélin getur bæði verið handvirk, og sjálfvirk, t.d. tekið myndir af öllum sem ganga í gegn um dyr og svo framvegis. Merkilegt nokk er þetta eina vélin sem ég hef fundið sem var föl, og er því sjálfsagt um að kenna að þær hafa flestar farið á haugana eftir að fullkomnari tæki komu á markaðinn og tóku við þeirra hlutverki.Einnig framleiddi Beattie magasín fyrir langar medium format filmur fyrir Mamya og Hasselblad, og focus screen fyrir View cameras eins og Burke & James