Fingerprint camera

Holmes / Watson

Þessi myndavél vakti áhuga minn um leið og ég sá hana. Sumir sjá sennilega enga fegurð í fyrirbærinu, en ég hef alveg sérstakan áhuga á sérhæfðum myndavélum, það er; myndavélum sem eru bundnar einu ákveðnu hlutverki og gagnast sjaldnast í nokkuð annað. Dæmi um þetta er meðal annars þessi myndavél, safn mitt af sérhæfðum Polaroid Industrial sem voru notaðar við lækningaáhöld (gamlar sónar myndir) Og Beattie Portronic vélin sem er nær eingöngu fyrir andlitsmyndir.

Hér sést allur pakkinn, vélinni fylgdu 6 filmuhaldarar

Hún er í uppramlegu töskunni

Perrnar sem lýsa upp myndefnið (fingrafarið) lokarinn er Prontor

Þessa myndavé þarf að mata á 8 rafhlöðm af D stærð

Mér er sama hvað ykkur finnst, mér finnst vélin gullfalleg, og ekki skemmir að hún er afar sjaldséð