Kisa Mjöll
Kisa Mjöll kom til okkar sumarið 1999, þá voru auglýstir 2 persakettlingar í einhveju blaði og við hringdum í GSM númer sem gefið var upp. Það var svarað, og sá sem svaraði sagði að við værum heppin, hann væri einmitt í Keflavík og skyldi bara renna við. eftir 5 mínútur kom ungt par með stórann kassa. Sibba var inni í svefnherrbergi svo ég kíkti í kassann. og lokaði honum næstum strax aftur. Þetta varð Sibba að sjá. Ég kallaði á hana og hún kom fram, og ég sagði henni að fara varlega og vera sitjandi þegar hún opnaði kassann. Sibba vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, né hver skrattinn var í kassanum, og spurði hvort þeir væru svona brjálaðir. Ég var í stríðnisham og sagði að það væri visst brjálæði í kassanum. Jæja Sibba var orðin nægilega forvitin til að opna kassann, og hún hreinlega fékk áfall. Í kassanum voru tvö þau sætustu kisukríli sem ég hef séð fyrr eða síðar. Síðan kom vandamálið að velja, því í kassanum voru lítil systkyn, fress og læða. Við lofuðum þeim að labba svolítið um gólfið og skoðuðum þau á meðan. Ég skrapp svo út í banka til að sækja peninga til að borga fólkinu og sagði Sibbu að velja á meðan. Þegar ég kom til baka hafði, nei ekki Sibba, heldur litla daman valið. hún rölti að sjónvarpinu, fór að horfa á það og lognaðist svo útaf og sofnaði. þannig að hún ákvað að búa hjá okkur. Þessi kisa er engin venjulegur köttur, og það er á mörkunum að maður viti að það sé köttur á heimilinu svo ljúf er þessi dama.
Þvottekta jólaköttur ekki satt?
hún er fætt módel
Stillir sér stundum upp eins og stytta, og er þannig í langan tíma