Vinnan mín

Ég á því láni að fagna að vinna skemmtilegustu vinnu í heimi. Ég er tölvukennari. Ég veit fátt sem mér þykir skemmtiloegra en að kenna á tölvur, og er mér nokk sama hvort ég kenni byrjendum, eldri borgurum, eða verðandi kerfisfræðingum. Bara það að geta gefið svolítið af því sem maður á í sarpinum er stórfenglegt, og gefur lífi mínu þann tilgang sem ég sækist eftir. Ég kenni við tvo skóla; Tölvuskóla Suðurnesja og Tölvuskólann Þekkingu, þið getið skoðað heimasíður skólanna með því að smella á nafn viðkomandi skóla. Hér að neðan eru nokkrar myndir frá skólunum, sem eru báðir mjög vel búnir tækjum, námsefni og síðast en ekki síst starfsfólki.

 

Þessar myndir eru frá viðgerðanámskeiði í Tölvuskólanum Þekkingu

 

Hér er eitt stykki tölva í frumeindum

Bölvuð flækja er þetta

Þetta er bara næstum komið

Ja nú erum við hissa þetta virkar bara allt, og svo var þetta ekkert mál

Fleiri myndir á leiðinni