Lou Reed í Höllinni
Jæja, ein jákvæð grein svona með. Ég sá Lou Reed í höllinni þann 20 ágúst 2004, og varð hreint ekki fyrir vonbrigðum. Efnisskráin var glæsileg, og spannaði nær allan ferilinn, samt ekki ofhlaðið af stóru hit lögunum eins og svo margir góðir tónlistarmenn gera þannig að efnisskráin er eins og Greatest hits plata. En tónleikarnir voru í stuttu máli ein stór snilld, og missti Lou varla hræðu úr salnum, nokkuð sem ég hef sjaldan séð. Ég sem gamall aðdándi gat ekki verið ánægðari með efnisvalið. Gaman var að heyra lög sem sjaldan heyrast en eru visulega þess virði að leggja eyrun við, eins og gamla Velvet Undergrund lagið Jesus af svörtu plötunni, og svo líka lagið The day John Kennedy died af Blue mask. Mér fannst hann sækja mikið í gamla Velvet underground tímann því að tæpur helmingur tónleikanna var gamalt Velvet efni. Það var svo sem ekkert verra, en samt finnst mér eins og nýrra efnið hefði átt líklega greiðari aðgang að hlustendum. Mér persónulega fannst þetta vera mjög flott blanda, og hefur örugglega fætt af sér stórann hóp af nýjum aðdáendum. Ég er mjög hrifinn af þeirri ákvörðun kappans að hafa tónleikana í lengra lagi miðað við hans venjubundnu 90 mínútur, og svo fannst mér skjáirnir alger snilld, skrýtið að þetta hafi ekki sést í Höllinni fyrr. Það hefur oft verið svo mikill troðningur á tónleikum þar að í tilraunum sínum til að sjá skemmtikröftunum bregða fyrir hefur ánægjan af tónlistinni farið út í veður og vind. En Lou sá við þessu, ég held bara að allflestir hafi séð og heyrt vel. Þessir tónleikar voru auk þess þeir kúltiveruðustu sem ég hef séð, Lou tókst að dáleiða liðið svo rækilega strax, að það voru allir að mér sýndist með friði og spekt. Svona þegar maður skoðar tónleikana úr fjarlægð þetta nokkrum dögum síðar, þá standa þeir uppúr hvað varðar hljómgæði og framkomu tónleikagesta, sem og þessir skjáir sem virðast hafa gert flesta sem mættu mjög sátta við sitt.En aftur að ganrýninni, Ég fann bara ekki dauðan punkt í prógramminu, og nýja lagið af Raven lét mig rjúka til og taka hana til agjörrar endurskoðunar Mér fannst Venus in furs álveg stórkostlega vel flutt og þó að sumir hafi viljað heyra Sweet Jane, á hefðbundinn hátt, var það bara mjög að mínu skapi. Ég vil fá dálitla útúrdúra á tónleikum, ekki bara svona eins og "að hlusta á plötu" fílíng. ég held alltaf að þeir sem geri það séu að mæma, það er hreifa varirnar eftir undirleik upptöku. Hjá Lou var það engin spurning, þetta voru svo einlægir tónleikar að annað eins hef ég sjaldan heyrt. Og að geyma "hittin" í uppklöppunina var bara snilld. Þá komu Perfect day og Walk on the wild side, til mikillar ánægju fyrir alla viðstadda.
Niðurstaðan er frá minni hendi sú, að þessir tónleikar eru bara einir þeir bestu sem ég hef séð, og hef ég nú séð þó nokkuð marga. ég segi bara : "Meira af þessu"
Takk fyrir mig
Leifur