Og enn fleiri gítarar

 

 Þessir gengu aftur.

 

Neville

hvaðan sem það kemur nú????

 Þessi verður sennilega fínn með smá umhyggju og endurbótum.

Pickupparnir eru alveg mállausir og eru að ég tel ónýtir og fæddir þannig.

 Ég er að spá í að gefa honum Fender 62 reissue pickup sett, því að hálsinn og boddýið

 er ok, svo aðrar maskínur og óforskrúfaða brú og sjá hvernig honum líkar það

Marina

Þetta voru ótrúlega ömurleg hljóðfæri og ég kom höndunum yfir 3 eintök.

2 hálsar voru eins og snúið roð í hund og eitt boddý var gegnsprungið og eitt var fúskað saman úr fjórum kubbum.

Ég tók það besta úr öllum þrem og nýtti boddýið sem var með Floyd Rose tremolo systeminu

 því að það var fínt ask boddý. Kryddaði það með Seymor Duncan pickuppum sem ég Hot-Strat víraði með 3way switch

 Ég er búinn að fá fínar Grover maskínur á hlunkinn,

og í staðinn fyrir plötuna úr svarta ruslapokaefninu er komin falleg Bakelite plata úr alvöru efni sem

stilliskrúfurnar grafa sig ekki niður í gegnum.

Af hverju allt þetta vesen  fyrir lélega Strattakópíu?

Einfalt svar: Ég fíla að gramsa í þessu gítaradóti, og þetta dæmi var áskorun,

Ég ákvað að lofa Marina nafninu að lifa í háls og boddýi og sjá hvað ég gæti búið til úr því.

 

Epiphone

 

Þennan keypti ég hálsbrotinn á EBAY fyrir 12 dollara og hausinn var brotinn af honum.

Mér leist vel á gripinn, sem þó var keyptur til að rífa hann og nýta kassann.

Ég tók hausinn og mátaði hann á, og sá að brotið var nokkuð hreint, og gítarinn að öðru leiti sem nýr, svo að ég ákvað að láta reyna á hvort mér tækist að líma hann saman aftur.

Ég fræsti þrjár raufar í sárið á hausnum og felldi þrjá  kíla þar í og límdi með mikilli þvíngun.

gerði síðan samstæðar raufar í hálsinn og límdi svo saman.

 Það vantaði allt á þennan gítar, svo sem brúna, hnetuna og maskínurnar, en ég er birgur af því dóti svo að ég tók gítarinn

og tyllti á hann maskínum, gömlum stól og brú og setti í hann gamalt strengjadót og lét svo reyna á líminguna.

þetta haggast ekki svo að ég splæsti á hann Gold Tulip Gibson style Shaller maskínum, og bein brú og hnetu, og strengdi hann upp til prufu.

Hann þakkaði mér lífgjöfina svo um munaði, þetta er æðislegt hljóðfæri. Ég ætla svo að snyrta sárið í vetur og gera hann fínann. 

 

Casio MG500  Midi gítar

Þennan fékk ég frá Akureyri. Hann steinþagði þegar ég fékk hann en eftir að ég hafði skoðað hann vel ákvað ég að hefja lífgunartilraunir.

Háls og boddý voru í fínu lagi þannig að ég ætlaði honum lengri lífdaga.

Kramið var rifið úr og þar með varð IBANEZ að gangast við barninu að mestu leiti.

Eina sem Casio á í honum er þetta MIDI unit. ég víraði hann upp og skifti um potta og switch og viti menn sándaði ekki svínið alveg rudda vel.

Ég hef ekki prufað MIDI pickuppið ennþá en allt annað svínvirkar, og  hann er með aktíva S.D. pickupa í Fat Strat setuppi, og Floyd Rose tremolo.

Fínn gítar, með eðal mjúkum böndum.

Heim Næsta síða